Fara í efni

Um SSNE

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE, var stofnað 2020 við sameiningu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings. Starfssvæði samtakanna afmarkast af sveitarfélagamörkum allra sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, frá Siglufirði í vestri að Bakkafirði í austri, að Tjörneshrepp undanskildum. Heimili og varnarþing samtakanna er á skrifstofu SSNE á Húsavík. Alls eru 10 sveitarfélög aðilar að samtökunum sem samanlagt telja rúmlega 30.000 íbúa.

Sveitarfélögin eru LanganesbyggðÞingeyjarsveit,  Norðurþing, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit, Akureyri, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð

Stjórn SSNE

Markmið með starfsemi SSNE er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt svæði til búsetu og atvinnu. Stofnun SSNE byggir á:

 

  • faglegum ávinningi,
  • auknum slagkrafti,
  • skilvirkari vinnu og
  • auknum sóknarfærum til að auka fagþekkingu innan stoðstofnana á starfssvæði SSNE.

SSNE skal vera sterkur bakhjarl aðildarsveitarfélaga í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að góðu mannlífi, lifandi menningarlífi og öflugri atvinnustarfsemi á starfssvæðinu.

Hlutverk SSNE er að þjónusta sveitarstjórnir og atvinnulíf á starfssvæði landshlutasamtakanna til að ná framangreindum markmiðum– með eftirfarandi hætti:

  • Innleiða og fylgja eftir sóknaráætlun og byggðaáætlun, þ.á.m. með úthlutun fjármuna og styrkja til einstakra verkefna, svo sem fyrir er mælt í lögum nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlun
  • Gæta hagsmuna aðildarsveitarfélaganna utan starfssvæðisins
  • Vinna að málum sem eru aðildarsveitarfélögunum sameiginleg innan starfssvæðisins
  • Stuðla að öflugu atvinnusvæði til framtíðar með stuðningi við nýsköpun og atvinnuþróun, mótun svæðisskipulags og hagsmunagæslu þar að lútandi
  • Annast greiningar, þekkingaröflun og þekkingarmiðlun sem nýtast hlutverki SSNE