Fara í efni

Þekking í þágu loftlagsmála - úttekt og greining á notkun vísinda við ákvörðunartöku

Þekking í þágu loftlagsmála - úttekt og greining á notkun vísinda við ákvörðunartöku

Í úttekt sem Loftslagsráð lét gera árið 2020 um framtíðarskipulag stjórnsýslu loftslagsmála var vakin athygli á mikilvægi öflugrar vísindaráðgjafar sem forsendu skilvirkrar stefnumörkunar og ákvarðanatöku í loftslagsmálum og spurt hvernig vísindin birtast í ákvarðanatöku eins og staðan er í dag. Í úttektinni var einnig vikið að mikilvægi Vísindanefndar um loftslagsbreytingar og stuðningi við starf hennar í Loftslagssetri, sem þá var á teikniborðinu, og hefur nú verið komið á fót undir nafni skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Full þörf var talin á því að Loftslagsráð tjáði sig frekar um stöðu vísindaráðgjafar í þessu sambandi og samspili hennar við þróun nýsköpunar, rannsókna og vöktunar. Það skortir heildaryfirsýn yfir stöðuna í dag, veikleika sem ráða þarf bót á og tækifæri sem felast í sókn á þessu sviði.

Loftslagsráð og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands réðust því í greiningu á stöðunni og hafa niðurstöður verið gefnar út í samantekt, Þekking í þágu loftslagsmála.

 

Getum við bætt síðuna?