Fara í efni

Sameiginlegt kynningarátak framhaldsskólanna á Norðurlandi eystra

Námsframboð framhaldsskóla á NE er afar fjölbreytt
Námsframboð framhaldsskóla á NE er afar fjölbreytt

Sameiginlegt kynningarátak framhaldsskólanna á Norðurlandi eystra

Framhaldsskólar á Norðurlandi eystra eru ekki einungis með framúrskarandi úrval námsleiða fyrir námsfólk af öllu landinu, heldur eru þeir jafnframt fimir í samstarfi. Frá því í mars hafa þeir staðið saman að kynningarátaki og vakið athygli hver á öðrum. Það er hagur landshlutans að fólk finni menntun við hæfi, farveg til búsetu og ánægju í hversdeginum. Á heimasíðu SSNE má finna yfirlit yfir þær fjölbreyttu námsleiðir og skólafyrirkomulag sem eru í boði á okkar sterka skólasvæði.

Líttu við og skoðaðu hvaða nám og námsfyrirkomulag hentar nemandanum og fjölskyldunni. Kannski gott að horfa fyrst á þetta stutta myndband og heyra hvað nemendur hafa að segja?

Innritun nýnema úr 10. bekk fer fram til 8. júní, sjá nánar hér.

Kynningarátakið hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra, nú líður að mótun þeirrar næstu. Viltu vera með og hafa áhrif á markmið og úthlutun fjármagns?

Getum við bætt síðuna?