Fara í efni

Sterkt Skólasvæði

Á Norðurlandi eystra er boðið upp á fjölbreytta menntun á framhaldsskólastigi fyrir námsfólk af öllu landinu.

Jafnframt er mikil breidd í skólafyrirkomulagi:

 • gamlir skólir og nýjir
 • áhersla á nýsköpun og hefðir
 • bóknám og verknám
 • heimavistir, stað- og fjarnám

Hvaða nám og námsfyrirkomulag hentar þér og þinni fjölskyldu?

Skólasvæðið er sterkt með fimm framúrskarandi framhaldsskólum og hér er áttavitinn ykkar! Smellið á skólana og kynnið ykkur hvaða leið hentar ykkur best

 • Innritun nýnema úr 10. bekk fer fram 20. mars til 8. júní. 
 • Innritun eldri nemenda fer fram 27. apríl til 1. júní. 
 • Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. 
 • Sjá nánar með því að smella hér.

Leist þér vel á það sem þú fannst í töskunni en veist ekki hvar þú átt að smella á skólaskiltinu? Kannski getur þessi gardína hjálpað:

Framhaldsskólinn á Húsavík 

 • Frumkvæði -- Samvinna -- Hugrekki
 • Kynningarsíða skólans fyrir mögulega nýnema og fjölskyldur þeirra.
 • Boðið er upp á nám á almennri námsbraut, félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut, opinni stúdentsbraut, stúdentsbraut að loknu starfsnámi, heilsunuddbraut og starfsbraut. Fyrirhugað er að hefja kennslu í rafíþróttum við Framhaldsskólann á Húsavík. Nemendur læra þá tölvuleikjaspilun undir handleiðslu þjálfara og kennara. Nemendur sækja áfanga í íþróttafræði, graffískri hönnun, vefþróun, forritun og öðrum fögum sem tengjast rafíþróttum.
 • Skólinn starfar eftir áfangakerfi, sem segja má að sé þríþætt: eininga-, anna- og áfangakerfi. Einingakerfið gerir skólanum kleift að meta nám í mismunandi námsgreinum til eininga sem eru jafngildar. Þannig er unnt að meta að jöfnu óskylt nám, en námslok miðast m.a. við að nemendur hafi lokið tilskildum einingafjölda. Aðalkostur áfangakerfisins er að það gerir skólastarfið sveigjanlegra, þannig að hægt er að koma til móts við nemendur með mismunandi áhugasvið, námsgetu og þarfir. Hver nemandi hefur sinn umsjónakennara með það að markmiði að tryggja sem best velferð nemenda í skólanum og koma í veg fyrir brotthvarf þeirra frá námi. Með markvissu umsjónarstarfi er leitast við að veita nemendum aukið aðhald og stuðning og stuðla þannig að umhyggju og festu í skólastarfinu.

Framhaldsskólinn á Laugum 

 • Heimavistarskóli í sveit með frábærri aðstöðu til náms, félagslífs og íþróttaiðkunar
 • Kynningarmyndbönd fyrir mögulega nýnema og fjölskyldur þeirra.
 • Boðið er upp á nám á almennri braut, félagsvísindabraut, íþróttafræðibraut, kjörsviðsbraut, náttúruvísindabraut.
 • Öll aðstaða til náms, íþrótta og félagslífs er mjög góð í Framhaldsskólanum á Laugum. Heimavistir skólans eru góðar og eru baðherbergi inni á hverju herbergi sem eru rúmgóð og þægileg. Þá eru það sérstök forréttindi að hafa alla þá aðstöðu sem skólinn býður upp á en vera samt sem áður úti í sveit í fallegri náttúru. Náms- og kennsluumhverfi og aðferðir eru í stöðugri þróun. Á haustönn 2022 var tekið enn eitt skrefið til framþróunar. Hefðbundnar stundatöflur voru lagðar til hliðar en allir nemendur verða með samfelldan vinnudag og skráðir í vinnustofutíma allan skóladaginn.

Menntaskólinn á Akureyri 

Menntaskólinn á Tröllaskaga

Verkmenntaskólinn á Akureyri