Opnað fyrir styrki til garðyrkjubænda
Opnað fyrir styrki til garðyrkjubænda
Nú geta garðyrkjubændur sótt sérstakan stuðning til fjárfestingar í orkusparandi tækni, svo sem LED-ljósum, tölvu- og stýribúnaði og gardínukerfum með áherslu á verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni gróðurhúsa og styðja við tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar.
Hámarks styrkhlutfall er 40% af heildarkostnaði og hámarksfjárhæð 15 m.kr. fyrir hvern framleiðanda. Stjórn Loftslags- og orkusjóðs mun annast úthlutun styrkjanna og samtals eru 160 m.kr. til úthlutunar. Umsóknarfrestur rennur út 6. júní og gert er ráð fyrir öðru umsóknarferli í janúar 2026.
Fjárfestingarstuðningnum er ætlað að koma til móts við háan stofnkostnað fyrir framleiðendur garðyrkjuafurða þegar skipt er yfir í orkusparandi búnað. Þannig verður stutt við orkunýtni, framleiðni og sjálfbæra matvælaframleiðslu á Íslandi. Hægt er að lesa sér frekar til um styrkina og umsóknarferlið hér.