Fara í efni

Mannfjöldabreytingar 2022

Mannfjöldabreytingar 2022

Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2023 var 387.758 og hafði íbúum fjölgað um 11.510 frá 1. janúar 2022, eða um 3,1%. Er það mesta fjölgun síðan árið 1734 eða eins langt og mannfjöldatölur fyrir Ísland ná. Alls voru 199.826 karlar, 187.800 konur og 132 kynsegin/annað búsett á landinu í upphafi ársins og fjölgaði körlum um 3,5% árið 2022, konum um 2,6% og kynsegin/annað um 80,8%. Fjölgun á Norðurlandi eystra var hlutfallslega minni en á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi eða 2%.

Íbúum fækkaði í 8 af 64 sveitarfélögum
Sveitarfélög á Íslandi voru alls 64 þann 1. janúar 2023 og hafði þeim fækkað um fimm frá fyrra ári. Reykjavík var fjölmennasta sveitarfélagið með 139.875 íbúa en Árneshreppur á Ströndum var fámennast með 47 íbúa. Alls höfðu 29 sveitarfélög færri en 1.000 íbúa en í ellefu sveitarfélögum voru 5.000 íbúar eða fleiri. Á Norðurlandi eystra verður fækkun í tveimur sveitarfélögum, Langanesbyggð og Tjörneshrepp. 

Íbúum á starfssvæði SSNE fjölgar

Ef íbúaþróun á starfssvæði SSNE er skoðuð frá árinu 2013 til 2023 er ljóst að á svæðinu í heild hefur orðið umtalsverð fjölgun. 

 

Finna má ítargögn inn á vef Hagstofunnar

Getum við bætt síðuna?