Fara í efni

easyJet lent á Akureyrarflugvelli

easyJet lent á Akureyrarflugvelli

Í dag, þriðjudaginn 31. október, lenti fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet á Akureyrarflugvelli, en félagið mun halda úti áætlunarflugi á milli London og Akureyrar út mars 2024. Flogið verður tvisvar í viku yfir tímabilið. Í tilefni af fyrsta fluginu héldu Markaðsstofa Norðurlands og Isavia fögnuð í húsnæði slökkviliðsins á flugvellinum.

Eitt af markmiðum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra er að bæta samgöngur innan landshlutans, sem og til landshlutans og er þar sérstaklega lögð áhersla á reglubundið millilandaflug til Norðurlands eystra. Það er því sérstakt fagnaðarefni fyrir landshlutann og Íslendinga alla að nú sé komið á þetta reglubundna flug sem vonandi mun halda áfram til framtíðar.

Við hvetjum þau sem eru áhugasöm til að skoða flugframboðið á heimasíðu easyJet

Getum við bætt síðuna?