Fara í efni

Áhrif í þátttökubyggðarlögum

Áhrif í þátttökubyggðarlögum

Ársskýrsla um verkefnið Brothættar byggðir fyrir árið 2024 hefur verið gefin út. Sjá má skýrsluna hér.

Verkefnið er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.

Eitt byggðarlag á Norðurlandi eystra var í virkri þátttöku árið 2024 og þá í lokaáfanga, Bakkafjörður. Í undirbúningi var þróunarverkefnið Bb2 sem felur í sér styrki úr frumkvæðissjóði og stuðning verkefnisstjórnar. Tvö verkefni voru valin til þátttöku, Öxarfjörður í sókn og Raufarhöfn og framtíðin

Áhrif í þátttökubyggðarlögunum

Í skýrslunni er leitast við að gera grein fyrir því helsta sem hefur verið unnið að á árinu í þátttökubyggðarlögunum, meðal annars verkefnum íbúa sem hafa sótt í frumkvæðissjóðina. Skýrslan byggir að miklu leyti á ársskýrslum verkefnisstjóra í einstökum byggðarlögum, auk viðbótarefnis, svo sem samantekta og heildaryfirlits frá verkefnisstjórum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum á landsvísu.

Ýmsar vísbendingar eru um að verkefnið hafi haft jákvæð áhrif í þátttökubyggðarlögunum til þessa. Aukin virkni, samstaða íbúa og tilurð fjölda nýrra verkefna í byggðarlögunum eru dæmi um það.

Viðbótarfjármunir og þróun framhaldsverkefnis BbII

Stjórn Byggðastofnunar tók á árinu ákvörðun um að veita auka framlag af fé stofnunarinnar inn í verkefni Brothættra byggða á þremur árum, til viðbótar fjármunum sem því eru markaðir í Byggðaáætlun. Ákveðið var að nýta hluta fjármunanna til að gera tilraun til að mæta þörfum fyrrum þátttökubyggðarlaga sem enn eru í vörn og vitað að þörfin fyrir stuðning er til staðar. Á síðari hluta ársins var í þessu skyni skilgreint tilraunaverkefni til þriggja ára og tveimur fyrrum þátttökubyggðarlögum boðin þátttaka, annars vegar Raufarhöfn og hins vegar Öxarfjarðarhérað. Fyrsta afhending styrkja úr Frumkvæðissjóði fór fram í júní 2025 og ljóst að mikill kraftur í íbúum svæðanna, sjá nánar hér

Umfjöllun um nokkur af fjölmörgum áhugaverðum verkefnum sem hafa hlotið stuðning úr Brothættum byggðum

Verkefni sem styrkt hafa verið frá upphafi verkefnisins eru fjölmörg og fjölbreytt og snerta margar hliðar atvinnulífs, menningar- og félagslífs í þátttökubyggðarlögunum. Hér getur að líta umfjöllun og dæmi af mörgum um vel heppnuð frumkvæðisverkefni sem styrkt hafa verið úr sjóði Brothættra byggða á undanförnum árum. 

Fréttin er unnin upp úr frétt Byggðastofnunar og árskýrslunni, sjá ítarlegri frétt hér

Getum við bætt síðuna?