Fara í efni

Menning

Á Norðurlandi eystra er menningarstarf öflugt, bæði ef litið er faglegs starfs sem og áhugamenningar. Metnaður er einkennandi og fjölmargir menningarviðburðir og menningarhátíðir eru á svæðinu. Einnig er fjöldi safna, setra og sýninga sem sum hver hafa hlotið viðurkenningar hérlendis og erlendis.

 

Viltu vera á póstlista í tengslum við styrki og önnur tækifæri á sviði menningar og skapandi greina?
Smelltu hér!

Þrjár stofnanir á Akureyri eru reknar með samningi milli Akureyrarbæjar og ríkisins;

Mannauður og grunngerð á svæðinu er sterk og býður upp á að Norðurland eystra verði leiðandi í menningar- og listalífi.

Sjónlistir eru áberandi á Norðurlandi eystra, sér í lagi í Eyjafirði og skipa Listasafnið á Akureyri, Verksmiðjan á Hjalteyri, Alþýðuhúsið á Siglufirði, Menningarhúsið Berg á Dalvík, Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Kaktus á Akureyri þar stóran sess.

Þá er safnastarf einnig öflugt en um 40 söfn, setur og sýningar eru á svæðinu. Níu þeirra hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs.
Safnaflóran er mjög fjölbreytt og starfsemin til fyrirmyndar undir forystu þeirra safna sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs.Mikilvægt er að sveitarfélögin á svæðinu setji sér sameiginlega stefnu í safnamálum sem felur í sér áherslur varðandi uppbyggingu, skipulag og þróun safnamála á svæðinu.

Handverkshefð á svæðinu er sterk. Rúmlega 20 handverkshópar og handverkshús eru starfandi á Norðurlandi eystra. Handverkshópar líkt og Laufáshópurinn, Handraðinn og Þingeyskt og Þjóðlegt hafa vakið athygli fyrir öflugt og metnaðarfullt starf sem byggir á sérstöðu. Ein stærsta handverkssýning á landinu, Handverkshátíðin á Hrafnagili, er haldin árlega í Eyjafjarðarsveit.

Menntun á sviði lista er víða nokkuð fjölbreytt og góð en tryggja þarf öllu svæðinu aðgengi að metnaðarfullri og faglegri menntun á sviði lista og menningar, hvort sem er í námskeiðsformi, innan grunnskóla eða til framhalds- og háskólanáms.

Tengdar fréttir