Menning
Á Norðurlandi eystra er menningarstarf öflugt, bæði ef litið er faglegs starfs sem og áhugamenningar. Metnaður er einkennandi og fjölmargir menningarviðburðir og menningarhátíðir eru á svæðinu. Einnig er fjöldi safna, setra og sýninga sem sum hver hafa hlotið viðurkenningar hérlendis og erlendis.
Viltu vera á póstlista í tengslum við styrki og önnur tækifæri á sviði menningar og skapandi greina?
Smelltu hér!
Samningur er í gildi milli Akureyarbæjar og ríkisins með þann megintilgang að
ríki og bær styðji sameiginlega atvinnustofnanir á sviði leiklistar, myndlistar
og tónlistar á Akureyri með það að markmiði að styrkja þá innviði sem felast
í öflugu menningarstarfi í hverju samfélagi.
Með stuðningi ríkisins við atvinnustofnanir á sviði leiklistar, myndlistar og
tónlistar er Akureyri efld sem þungamiðja öflugs menningarstarfs utan
höfuðborgarsvæðisins og atvinnumennsku á sviði lista.
Samningurinn styrkir þá innviði sem felast í öflugu menningarstarfi og
fjölbreyttum menningarkostum fyrir íbúa og listafólk og leggja ríki og
bær þar með sín lóð á þær vogarskálar að efla búsetukosti í landshlutanum.
Þá er safnastarf í landshlutanum einnig öflugt en um 40 söfn, setur og sýningar eru á svæðinu. Níu þeirra hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs.
Safnaflóra svæðisins er afar fjölbreytt og starfsemin til fyrirmyndar, en um 40, söfn, setur og sýningar eru á svæðinu og níu þeirra hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs. Mikilvægt er að sveitarfélög og ríki styðji við uppbyggingu, skipulag og þróun safnamála á svæðinu í takt við stefnu og aðgerðir menningarmála og menningartengdrar ferðaþjónustu.
Jafnframt mikilvægt að njóta og nýta þennan kost sem landshlutinn færir okkur á silfurfati, í samstarfi við skóla og grasrótina. Áhersluverkefnið Gullakistan varð til útfrá þeirri eftirspurn að brúa bilið milli safna, setra og sýninga og skólastiga. Markmið Gullakistunnar er að aðstoða kennara og leiðbeinendur við að fletta upp, bóka og fá innblástur af þeirri fræðslu sem söfn, setur og sýningar á Norðurlandi eystra hafa uppá að bjóða nemendum á leik- og grunnskólastigi. Allt í takt við námsefni, skólastig og námskrá. Gullakistan er líkt og fjársjóðskort sem vísar þér leiðina að stórum sem smáum gullmolum um allan landshlutann.
Sjónlistir eru áberandi á Norðurlandi eystra og skipa Listasafnið á Akureyri, Verksmiðjan á Hjalteyri, Alþýðuhúsið á Siglufirði, Menningarhúsið Berg á Dalvík, Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Safnahúsið á Húsavík og Kaktus á Akureyri þar stóran sess.
Menntun á sviði lista er víða nokkuð fjölbreytt og góð, en tryggja þarf öllu svæðinu aðgengi að metnaðarfullri og faglegri menntun á sviði lista og menningar, hvort sem er í námskeiðsformi, innan grunnskóla eða til framhalds- og háskólanáms. Ýmis vinna á vegum SSNE hefur farið fram til að auka möguleika á listnámi á háskólastigi á Norðurlandi eystra.