Fara í efni

Fundargerð - stjórn SSNE - 39. fundur - 17. ágúst 2022

17.08.2022

Fundur haldinn miðvikudaginn 17. ágúst 2022 á Akureyri og hófst fundurinn kl. 13.00. Fundi slitið kl. 16.17.

Fundinn sátu: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður, Hilda Jana Gísladóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Sigurður Þór Guðmundsson, Þórunn Sif Harðardóttir, Þröstur Friðfinnsson, Helgi Einarsson, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Stjórn samþykkir að Hilda Jana Gísladóttir verði varaformaður stjórnar SSNE.

2. Fundaáætlun

Stjórn ræddi um tímasetningu reglulegra funda stjórnar. Stjórn samþykkir að reglulegir fundir stjórnar verði miðvikudagar kl. 13 og felur framkvæmdastjóra að setja upp fundaplan í samræmi við umræður á fundinum.

3. Kynning á starfsemi og starfsfólki SSNE

a) Ábyrgð og hlutverk stjórnar

https://www.ssne.is/is/um-ssne/um-ssne-1/samthykktir
https://www.ssne.is/is/um-ssne/verklagsreglur-stjornar
https://www.ssne.is/is/um-ssne/um-ssne-1/sidareglur-ssne
Framkvæmdastjóri kynnti samþykktir SSNE, verklagsreglur stjórnar og siðareglur SSNE.

b) Sóknaráætlun, aðgerðaáætlun og starfsáætlun
https://www.ssne.is/is/malaflokkar/soknaraaetlun
Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti Sóknaráætlun, aðgerðaáætlun og starfsáætlun SSNE.

c) Kynning á starfsfólki og helstu verkefnum SSNE
Starfsmenn SSNE komu inn á fundinn undir þessum lið og kynntu sig stuttlega fyrir stjórninni.

4. Aukaþing SSNE
Lögð fram til samþykktar drög að dagskrá Aukaþings SSNE sem haldið verður í Eyjafjarðarsveit 23. september næstkomandi.
Stjórn samþykkir framlögð drög að dagskrá í samræmi við umræður á fundinum og felur framkvæmdastjóra að ganga frá boðun þingsins.

5. Skipan stjórna og nefnda

a. Brák hses
Stjórn SSNE tilnefnir Björn S. Lárusson, Langanesbyggð í fulltrúaráð Brákar hses. og Guðjón M. Ólafsson, Fjallabyggð til vara.
b. Vistorka
Stjórn SSNE tilnefnir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur í stjórn Vistorku.
c. Eimur
Stjórn SSNE tilnefnir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur í stjórn Eims og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur sem varamann.
d. Verkefnaráð Hólasandslínu 3 og Blöndulínu 3
Stjórn SSNE tilnefnir Elvu Gunnlaugsdóttur og Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur í verkefnaráð Hólasandslínu 3 og Elvu Gunnlaugsdóttur, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, Víðir Gíslason og Hildu Jönu Gísladóttur í verkefnaráð Blöndulínu 3.
e. Norðurslóðanet Íslands
Stjórn SSNE tilnefnir Elvu Gunnlaugsdóttur sem áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum Norðurslóðanets Íslands.
f. Stjórn Markaðsstofu Norðurlands
Stjórn SSNE tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og Gerði Sigtryggsdóttur til vara.
g. Stafrænt ráð sveitarfélaga
Stjórn SSNE tilnefnir Sumarliða Helgason í stafrænt ráð sveitarfélaga.

6. Efni til kynningar
a. Fundargerð stjórnar SSNV 9. ágúst 2022
b. Hverfisráð Grímseyjar – 38. Fundur 24. júní 2022
c. Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi
d. Bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni
e. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Auglýst fyrr og lengri frestur
f. Fundargerð 584. fundar stjórnar SASS 24. júní 2022
g. Fundargerð 79. fundar stjórnar SSNV 1. júlí 2022
h. Fundargerð 910. og 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
i. Ársskýrsla Persónuverndar 2021
j. Fundargerð stjórnar SSNV 21. júní 2022

7. Frá nefndasviði og samráðsgátt
a. Bókun stjórnar vegna erindis IRN til sveitarstjórna vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum frá 4. júlí s.l. (áður samþykkt í tölvupósti)
Stjórn SSNE tekur undir mótmæli stjórnar SASS vegna óskar innviðaráðuneytis um að nýkjörnar sveitarstjórnir veiti upplýsingar í grænbækur fyrir stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu ríkisins fyrir 31. júlí nk. Víða hafa ekki verið ráðnir nýir framkvæmdastjórar og eins eru margir nýir fulltrúar í sveitarstjórnum. Það ber ekki vott um góða stjórnsýsluhætti að innviðaráðuneytið setji sveitarstjórnum jafn þröngan tímaramma þegar svo háttar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamiklar og mikilvægar stefnur ríkisins og hér eru undir. Stjórn SSNE tekur því jafnframt undir tilmæli stjórnar SASS um að fresturinn verði framlengdur til 30. september þannig að tryggt verði að öllum sveitarstjórnum sé gefinn eðlilegur tímafrestur til svara.
Stjórn staðfestir bókunina.

b. Umsögn stjórnar SSNE vegna draga að frumvarpi um sýslumann (áður samþykkt í tölvupósti 15. ágúst s.l.)
Stjórn staðfestir umsögnina.

Þröstur yfirgaf fundinn kl. 16.01

8. Önnur mála.
a. Langtímaleiga á bílaleigubíl
Lagt fram minnisblað frá Rögnvaldi Guðmundssyni um kostnað vegna bílaleigubíla hjá félaginu þar sem lagt er til að tekinn bíll á fastleigu til þriggja ára hjá Höldur Bílaleigu.
Stjórn felur framkvæmdastjóra vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
b. Starfsmannamál
Framkvæmdastjóri fór yfir ýmis atriði í tengslum við starfsmannamál og húsnæðismál SSNE.

c. Munnleg skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði í rekstri félagsins á síðustu vikum.

Getum við bætt síðuna?