Fara í efni
Umsóknarfrestur: Þróunarsjóður námsgagna

Forgangsatriði fyrir árið 2026 eru:

  1. Námsefni sem styður við íslenskukennslu eða STEM greinar
  2. Námsefni sem hvetur til skapandi kennslu og gefið er út á fjölbreyttu formi
  3. Námsefni fyrir iðn- og starfsnám
  4. Námsefni í tengslum við gervigreind og hvernig nýta má gervigreind í skólastarfi
  5. Námsefni sem umsækjendur geta rökstutt að mikill skortur sé á.

Hvert er markmiðið?

  • Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.
  • Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.

Hverjir geta sótt um?

Allir þeir sem skrifa og útbúa námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þetta geta verið kennarar, sjálfstætt starfandi fræðimenn og útgáfufyrirtæki.

Hvað er styrkt?

Gerð og útgáfa námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Skilyrði úthlutunar og forgangsatriði

Námsefnið þarf að henta til kennslu á þremur fyrstu skólastigunum. Námsefni fyrir háskólastig og fullorðinsfræðslu er ekki styrkt.

Stjórn Þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að skipta styrkumsóknum í tvennt þar sem hægt verður að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 3 milljónum króna, en einnig er hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 6 milljónum króna að eftirfarandi skilyrðum settum:

  • Að gerðar séu auknar kröfur um hæfi höfunda.
  • Að fyrir liggi trygging starfandi útgefanda fyrir útgáfu efnisins.
  • Að fyrir liggi sundurgreind og nákvæm verkáætlun verkefnisins.
  • Að fyrir liggi greinargerð um tilgang og nýtingu efnisins í skólastarfi.
  • Greinargerðir, verkáætlanir og tryggingar útgefenda þurfa að fylgja umsóknum sem viðheng

Nánari upplýsingar

Ráðgjöf varðandi hugmyndavinnu og umsóknir

  • Rannís tekur á móti fyrirspurnum á throunarsjodur.namsgagna(hja)rannis.is
  • SSNE veitir ráðgjöf til einstaklinga, samtaka og fyrirtækja, ráðgjöfin hefur verið mikilvægur hlekkur í stoðkerfi nýsköpunar í landsbyggðunum sem stuðningur til að móta hugmyndir, fjármagna þær og koma þeim í réttan farveg. Vinsamlegast sendið beiðni um ráðgjöf á ssne(hjá)ssne.is
Umsóknarfrestur: Þróunarsjóður námsgagna