Fara í efni
Umsóknarfrestur: Markaðs- og kynningarstyrkir Hönnunarsjóðs

Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum. Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis. Á þessu ári hækkaði sjóðurinn upp í 80 milljónir og samhliða því varð sú breyting á að hámark styrkja hækkaði upp í 10 milljónir og ferðastyrkir upp í 150 þúsund hver.

Markaðs- og kynningarstyrkir eru fyrir verkefni sem komin eru af útfærslu- og framkvæmdastigi og eru fullmótuð og tilbúin til markaðssetningar.

Hámarksupphæð markaðs- og kynningarstyrkja er 10 milljónir króna.

Get ég fengið að sjá dæmi um verkefni sem hlotið hafa markaðs- og kynningarstyrk?
Þú getur lesið yfir allar úthlutanir frá 2013 hér. 

Hvernig sæki ég um?
Umsóknum skal skilað rafrænt í sérstöku umsóknarformi sem hægt er að nálgast hér.
Mundu að lesa yfir leiðbeiningarnar og skoða hvað er styrkhæft og hvað ekki.
Áætluð úthlutun er 21. mars 2024.

Hvað með ferðastyrki, verkefnastyrki og þróunar- og rannsóknarstyrki?
Sjá nánar um hlutverk, markmið og leiðbeiningar fyrir öll svið Hönnunarsjóðs HÉR.

Starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi styrkumsóknir í Hönnunarsjóð. Vinsamlegast hafið samband við sjodur (at) honnunarmidstod.is til að fá nánari upplýsingar.

Finnst þér flókið að skrifa styrkumsókn? Smelltu hér ef þú vilt aðstoð.

Umsóknarfrestur: Markaðs- og kynningarstyrkir Hönnunarsjóðs