Fara í efni
Umsóknar­frestur um samstarfs­verkefni í Erasmus+

Samstarfsverkefni í Erasmus+ gera stofnunum og samtökum á sviði mennta- og æskulýðsmála kleift að skiptast á reynslu og þróa nýjar aðferðir í starfsemi sinni í samstarfi við aðila í öðrum Evrópulöndum. Þau eru frábær leið til að styðja við menntun og æskulýðsstarf og hjálpa þeim sem starfa á þessum vettvangi við að takast á við samfélagslegar áskoranir. Mikil áhersla er lögð á inngildingu , loftslagsmál , stafræna væðingu og virka þátttöku fólks í samfélaginu.

Umsóknarfresturinn 4. október er fyrir smærri gerð samstarfsverkefna, þar sem nægir að hafa einn samstarfsaðila í öðru landi. Í æskulýðshluta er þar að auki opið fyrir umsóknir um stærri samstarfsverkefni.

Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir kynningarfundi:

  • Á Teams-fundi þann 9. september milli kl. 12 og 13. Engrar skráningar er þörf og hægt að tengjast fundinum með því að smella hér.
  • Fundurinn er ætlaður kennurum, stjórnendum, stofnunum, æskulýðssamtökum, sveitarfélögum og öðrum sem hafa áhuga á Evrópusamstarfi á sviði mennta- og æskulýðsmála. 

Hvar eru frekari upplýsingar að finna?
Hér! Smelltu hér!

Finnst þér flókið að sækja um styrk?
Smelltu hér, kannski getum við aðstoðað þig.

Umsóknar­frestur um samstarfs­verkefni í Erasmus+