Fara í efni
Nýsköpun á ferð og flugi - Stéttin Húsavík
Fulltrúar frá KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofu og Tækniþróunarsjóði heimsækja íbúa Norðurþings og nágrennis og bjóða upp á opna kynningarfundi fyrir frumkvöðla, sprota og fyrirtæki sem eru að þróa lausnir framtíðarinnar og vilja vaxa og sækja á nýja markaði.

Á dagskránni verða þrjú 20 mínútna erindi:

 
🚀 𝐊𝐋𝐀𝐊: Stuðningsleiðir, hraðlar og tækifæri fyrir sprota á öllum stigum
 
🧭 Íslandsstofa: Aðgangur að alþjóðamörkuðum, erlendri fjármögnun og erlendum samstarfsaðilum
 
🌱 Tækniþróunarsjóður: Styrkir og ráðgjöf fyrir hugmyndir, þróunarverkefni og ný tækifæri.
 
Að loknum erindum gefst tími fyrir 𝐬𝐩𝐮𝐫𝐧𝐢𝐧𝐠𝐚𝐫 𝐨𝐠 𝐬𝐚𝐦𝐭𝐚𝐥 þar sem gestir geta rætt sín verkefni, fengið ráðgjöf og tengst beint við fulltrúa allra þriggja stofnana, auk þess sem ráðgjafi á vegum SSNE verður á staðnum og býður upp á ráðgjöf.

Nánari upplýsingar:

  • Viðburðurinn fer fram í Frystiklefa Hraðsins á Stéttinni Húsavík.
  • Facebook viðburð má finna hér: https://fb.me/e/6hkDl8JGy
Nýsköpun á ferð og flugi - Stéttin Húsavík