HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar og verður nú haldin í annað sinn. Hátíðin fer fram á Húsavík og verður áherslan þetta árið á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar og tónlistar. Það verða sýningar, fyrirlestrar, tónleikar, námskeið og sitthvað fleira á dagskrá. Á dagskránni verða meðal annars prófessor við Listaháskóla Íslands, rokkarar úr Skálmöld, stjórnarmanneskja frá Bang & Olfusen, bátahönnuður og fleira hönnunar- og tónlistarfólk á heimsmælikvarða.
Taktu frá dagana 4.- 5. október 2024, það verður bæði skemmtilegt og gagnlegt.
Hér má finna dagskrá 2023 til að sjá hversu metnaðarfull hátíðin er, dagskrá hátíðarinnar 2024 verður kynnt fljótlega en smá kitlu má finna á síðunni.
Að hátíðinni standa Hraðið miðstöð nýsköpunar á Húsavík og Þekkingarnet Þingeyinga ásamt SSNE.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Design Thing is a festival of design and innovation. The festival is held in Húsavík, Iceland, at the beginning of October. This year's focus is on music and the various intersections of design and music. There will be exhibitions, lectures, concerts, workshops, and various other events from October 4-5, 2024. The program will include, among others, a board member from Bang & Olufsen, a professor from the Iceland University of the Arts, rockers from Skálmöld metal band, boat designer and nationally renowned musicians. Join us for eventful and creative Autumn-days in beautiful town of Húsavík.