Fara í efni

Vinnustofa og starfsdagur

Vinnustofa og starfsdagur

Þann 31. maí síðastliðinn héldu SSNE, SSNV og Markaðsstofa Norðurlands sameiginlegan vinnudag á Akureyri þar sem fjallað var um kjarnaverkefni hverrar stofnunar fyrir sig og greindir samstarfsfletir. Nokkur samstarfsverkefni eru nú þegar í gangi og líklegt að þau verði enn fleiri í framtíðinni með auknu samtali.

Þá hélt starfsfólk SSNE starfsdag á Stéttinni á Húsavík 6. júní s.l. þar voru verkefni starfsáætlunar SSNE rýnd og farið yfir helstu áherslur næstu sex mánaða. Þá fékk starfsfólk SSNE kynningu á skilvirkum teymum og hverjir eru helstu eiginleikar þeirra, en SSNE er að taka upp enn meiri teymisvinnu í öllum helstu verkefnum sínum. 

Getum við bætt síðuna?