Fara í efni

Viðtal framkvæmdastjóra SSNE í þættinum Landsbyggðir

Mynd: n4.is
Mynd: n4.is

Viðtal framkvæmdastjóra SSNE í þættinum Landsbyggðir

Á dögunum var Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) gestur í þættinum Landsbyggðir,sem sýndur er á N4. Þar ræddi hann við Karl Eskil Pálson um stöðu sveitarfélaganna og ræðir samtakamátt svæðisins á tímum Covid.

Eyþór fer yfir áskoranir og tækifæri á svæðinu og ræðir nýsköpun og framtíð atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra, meðal annars möguleika þess að byggja stór gróðurhús á svæðinu. 

 

„Tækifærin í atvinnumálum Norðurlands eystra leynast auðvitað mjög víða. Ef við hugum sérstaklega að nýsköpun á svæðinu, nefni ég mikilvægi þess að fullnýta þann jarðvarma sem nú þegar hefur verið virkjaður. Núna tapast töluverð orka, svokallaður glatvarmi sem hægt er að nýta mun betur en við erum að gera í dag...Þessa orku eigum við að nýta til góðs og möguleikarnir eru fjölmargir,“  segir Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Við hvetjum fólk til að horfa á þetta áhugaverða viðtal en viðtalið má horfa í heild sinni á N4.is.

Frétt frá N4.is

Getum við bætt síðuna?