Fara í efni

Verkefni styrkt af Orkusjóði árið 2020

Verkefni styrkt af Orkusjóði árið 2020

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að fela Orkusjóði að veita 192 milljónir kr. til 55 verkefna í orkuskiptum af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.

Fimm styrkir voru veittir til verkefna á Norðurlandi eystra. Í flokknum innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki fékk Höldur ehf. 6.330.000 kr. Í flokknum innviðir fyrir vistvæn ökutæki við opna staði fékk Fjallabyggð 5.000.000 kr., Skútustaðahreppur 4.000.000 kr. og Vistorka 2.400.000 kr. Í flokknum fjárfestingastyrkir til sveitarfélaga fékk Langanesbyggð 4.304.400 kr.

SSNE óskar styrkhöfum til hamingju og vill hvetja bæði fyrirtæki og sveitarfélög á Norðurlandi eystra til að hefjast þegar handa við undirbúning verkefnisumsókna í næstu umferð styrkveitinga hjá Orkusjóði.

 

Getum við bætt síðuna?