Fara í efni

Verkefnastjóri Spretthópa vinnu í umhverfismálum

Verkefnastjóri Spretthópa vinnu í umhverfismálum

Kristín Helga Schiöth hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá SSNE, þar sem hún mun verkefnastýra áhersluverkefni sem snýr að stefnumótun og aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftslagsmálum á svæðinu. Tímarammi áhersluverkefnisins eru 10 mánuðir og felur í sér myndun spretthópa á sviði landnýtingar, orkuskipta og úrgangsmála sem eiga að skila skýrum tillögum um framkvæmanleg verkefni sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, auk annars umhverfisávinnings.

Kristín Helga er menntaður alþjóðafræðingur frá Árósaháskóla, með víðtæka reynslu af verkefnastjórnun. Hún starfaði síðast sem sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, við verkefnið Græn skref í ríkisrekstri. Kristín Helga fluttist aftur til heimabæjarins Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni vorið 2019 eftir náms- og starfsár í Reykjavík og Danmörku. Hún er mjög spennt fyrir verkefninu sem henni hefur verið falið að stýra, enda er málefnið brýnt og mikilvægt að hrinda af stað aðgerðum í umhverfis- og loftslagsmálum.

Kristín Helga mun hafa aðsetur á starfsstöðinni á Akureyri, í bland við reglubundnar ferðir á starfsstöðina á Húsavík.

Getum við bætt síðuna?