Fara í efni

Úthlutun úr nýsköpunarsjóð námsmanna 2021

Úthlutun úr nýsköpunarsjóð námsmanna 2021

Úthlutað hefur verið úr nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir sumarið 2021. Umsóknarfrestur rann út 15. febrúar 2021.

Alls bárust 642 umsóknir í ár fyrir 950 háskólanema. 

Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 311 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 206 verkefni styrk (árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna og veitta styrki er því 32%). Í styrktum verkefnum eru 351 nemendur skráðir til leiks í alls 1037 mannmánuði.

Styrkir eru veittir til rannsókna- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.

Dæmi um verkefni sem styrkt voru á Norðurlandi eystra eru; Hjólaleiðir í rafrænum heimi, Kennsluefni fyrir lestrargöngu og Kófið tæklað - Rannsókn á bjargráðum ferðaþjónustu.

Mörg dæmi eru um að nýsköpunarverkefni hafi velt af stað viðameiri þróunarverkefnum innan fyrirtækja. Ungt fólk er oft djarft og frjótt í hugsun og fyrirtæki hafa verið tilbúin til að fjárfesta í hagkvæmnisathugun með aðstoð Nýsköpunarsjóðs námsmanna.Vinna á vegum Nýsköpunarsjóðs hefur verið vettvangur fyrirtækja til að mynda tengsl við nemendur og oft hafa þau tengsl leitt til atvinnutilboða að námi loknu. Sjóðurinn er því einnig ákjósanlegur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Hér má sjá úthlutunartöflu

Næsti umsóknarfrestur er 5.febrúar 2022 en opnað verður fyrir umsóknir í desember 2021

 

 

Rannís - úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2021

Getum við bætt síðuna?