Fara í efni

Úthlutun úr Lóu

Úthlutun úr Lóu

Í gær kynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hvaða 29 verkefni fengu úthlutað úr Lóu – styrk til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni. Hlutverk styrkjanna er að styrkja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Alls var úthlutað 147 milljónum.

„Fjöldi umsókna um styrki úr Lóu fór fram úr okkar björtustu vonum, en gefur jafnframt hátt og skýrt til kynna hversu mikil gróska er í nýsköpunarverkefnum um allt land. Það er nauðsynlegt að styðja við þennan slagkraft og það er gott að geta greint frá því að Lóa er komin til að vera næstu ár. Ég óska styrkþegum til hamingju og hlakka til að sjá verkefnin vaxa og dafna,“ segir Þórdís Kolbrún.

 

7 verkefni á Norðurlandi eystra hlutu styrk að upphæð 39,5 milljónir kr.

Velferðartæknimiðstöðin

 

Velferðartæknimiðstöð á Norðurlandi eystra (Veltek)

10.000.000

Fóðurverksmiðjan Laxá

 

Þróun á lífplasti úr Cyanobakteríum

8.000.000

Eimur

 

Hringrás nýsköpunar á Norðurlandi

7.000.000

Green Fuel ehf.

 

Kolefnisfrítt eldsneyti úr vistvænni orku

6.000.000

Capretto ehf.

 

Hagnýting hugverka til eflingar atvinnulífs á landsbyggðinni

4.000.000

Norðursigling hf.

 

Vistvænni skrúfur - lækkað kolefnisspor

3.000.000

Markaðsstofa Norðurlands

 

Taste North Iceland

1.500.000

 

SSNE óskar þessum verkefnum innilega til hamingju með styrkinn.

Allar nánari upplýsingar má sjá hér

 

Getum við bætt síðuna?