Fara í efni

Upptakturinn slær taktinn á ný

Upptakturinn slær taktinn á ný

Upptakturinn á Akureyri slær taktinn á ný. Með Upptaktinum, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá og heyra á tónleikum Upptaktsins í Menningarhúsinu Hofi þann 24. apríl næstkomandi. Þar leika atvinnuhljóðfæraleikarar verkin á meðan ungmennin sitja á meðal áheyrenda.

Upplýsingar
Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Hörpu. Áhersla er lögð á að hvetja börn og ungmenni til að semja tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin sem komast áfram vinna að útsetningum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna. Að þessu ferli loknu verða til ný tónverk sem flutt verða á tónleikum og varðveitt með upptöku.

Markmið Upptaktsins
Sköpun – að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og ungmenni til að semja eigin tónlist.
Skráning – að aðstoða börn og ungmenni við að fullvinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju og varðveita þannig tónlistina.
Flutningur – að gefa börnum og ungmennum tækifæri á að upplifa eigin tónlist í flutningi fagfólks við kjöraðstæður á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi.

Svona tek ég þátt:

  • Upptakturinn er fyrir börn og ungmenni í 5.-10. Bekk.
  • Lengd tónverks, óháð tónlistarstíl, skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að 6 flytjendur.
  • Skila þarf tónsmíð inn í hefðbundinni eða grafískri nótnaskrift, texta eða upptöku. Upptakan skal vera í mp3.
  • Sendist rafrænt á upptakturinn@mak.is ásamt nafni höfundar, aldri, tölvupóstfangi, grunnskóla, titli verks og verkinu sjálfu ásamt nafni forrráðamanns, símanúmeri og tölvupóstfangi.

Skilafrestur hugmynda er til og með 2. mars 2022

Nánari upplýsingar hér

Getum við bætt síðuna?