Fara í efni

Uppbygging innviða á Norðurlandi eystra

74 aðgerðir á Norðurlandi eystra
74 aðgerðir á Norðurlandi eystra

Uppbygging innviða á Norðurlandi eystra

Í þessu fyrsta kuldakasti vetrarins með tilheyrandi ófærð leitar hugurinn til þess fárviðris sem gekk yfir Ísland fyrir réttu ári, í desember 2019. Miklar truflanir urðu í flutnings- og dreifikerfi rafmagns sem hafði svo afleidd áhrif á fjarskiptakerfi. Í kjölfarið skipaði ríkisstjórn átakshóp um úrbætur á innviðum þar sem leitað var samráðs sveitarfélaga og ýmissa innviðafyrirtækja á borð við Isavia, Vegagerðina, Landhelgisgæsluna og Veðurstofu Íslands. Á www.innvidir2020.is er að finna yfirlit aðgerða sem allar miða að því að styrkja innviði landsins í kjölfar fárviðrisins auk fjölmargra annarra aðgerða sem nauðsynlegar eru á sviði orkumála, fjarskipta, samgangna, almannavarna og samhæfingar. Nánari lýsingar á aðgerðum er að finna í ítarlegri skýrslu unna af Verkís verkfræðistofu sem skipt er niður eftir landshlutum. Hægt er að fletta upp 74 aðgerðum fyrir Norðurland eystra og sjá áætlaðan framkvæmdartíma þeirra.

www.innvidir2020.is

Skýrsla Verkís:  Uppbygging innviða – aðgerðalýsingar

Getum við bætt síðuna?