Fara í efni

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnir útköllum frá Akureyri

Mynd fengin af vef Landshelgisgæslu Ísland
Mynd fengin af vef Landshelgisgæslu Ísland

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnir útköllum frá Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir viðveru þyrlusveitarinnar um helgina því gert er ráð fyrir fjölmenni á Norðurlandi, m.a. vegna Fiskidagsins mikla. Viðbragðstími þyrlusveitarinnar verður styttri með þyrlunum staðsettum á sitthvorum hluta landsins, en síðustu helgi voru þyrlurnar gerðar út frá Akureyri og Vestmannaeyjum og gafst það vel.

Þyrlan sem staðsett er á Akureyri hefur sinnt fimm útköllum yfir helgina, nokkur vegna alvarlegra slysa segir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi land­helg­is­gæsl­unn­ar. Með því að hafa þyrluna staðsetta á Akureyri var viðbragðstími mun styttri og hægt að koma slösuðum fyrr undir læknishendur.

Getum við bætt síðuna?