Fara í efni

Þekkir þú landstólpa?

Þekkir þú landstólpa?

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt eru árlega. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.

Byggðastofnun auglýsir nú eftir tilnefningum um handhafa Landstólpans 2024. Viðurkenningunni fylgir listmunur hannaður af íslenskum listamanni og verðlaunafé að upphæð kr. 1.000.000.

Hafa má í huga hvort viðkomandi einstaklingur, hópur, fyrirtæki eða verkefni hafi:

  • Stuðlað að jákvæðri og sterkri ímynd landsbyggðanna eða tiltekins svæðis
  • Vakið athygli og aukið umfjöllun um ákveðið svæði eða málefni innan landsbyggðanna
  • Styrkt nærumhverfið, ýmist með aukinni samstöðu íbúa, atvinnutækifærum, aukinni afþreyingu, menningu, þjónustu, verðmætasköpun eða tækifærum af öðru tagi
  • Aukið virkni íbúa og fengið þá til beinnar þátttöku í verkefninu
  • Stuðlað að jákvæðum áhrifum efnahags-, samfélags- og/eða umhverfislegra þátta

Ekki er nauðsynlegt að öllum þessum atriðum sé fylgt eftir, heldur séu þau höfð til hliðsjónar. Nauðsynlegt er að rökstuðningur fylgi tilnefningunni og velur dómnefnd úr þeim tillögum sem berast.

Óskað er eftir því að tillögur verði sendar á eftirfarandi netföng: helga@byggdastofnun.is og/eða andri@byggdastofnun.is

Nánari upplýsingar veita Helga Harðardóttir eða Andri Þór Árnason, s. 455-5400.

Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út föstudaginn 1. mars 2024

Getum við bætt síðuna?