Fara í efni

Teiknaði 77 grenvísk andlit

Teiknaði 77 grenvísk andlit

Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2024, var verkefnið “Andlit Grenivíkur” og var það listamaðurinn Martin Jürg Meier Dercourt sem hlaut styrkinn.

Martin, sem er svissneskur listamaður, setti upp tímabundna aðstöðu á Grenivík og bauð íbúum að koma og láta teikna sig og hann nýtti tækifærið til þess að spjalla við og kynnast íbúum sveitarfélagsins. Í byrjun apríl hélt Martin sýningu á verkunum í Gamla skóla á Grenivík, en í framhaldi af henni gátu fyrirsæturnar nálgast myndirnar sínar.

Martin er útskrifaður úr Accademia di Belle Arti Carrara í Toskana og hefur starfað sem listamaður í rúmlega 30 ár og sett upp fjölmargar sýningar. Landinn kíkti í heimsókn á sýninguna og fékk að fræðast um verkefnið, umfjöllun þeirra má finna hér

Getum við bætt síðuna?