Fara í efni

Starfsfólk Reykjanesbæjar heimsækir SSNE

Starfsfólk Reykjanesbæjar heimsækir SSNE

Þann 21. október sl., fékk SSNE góða heimsókn frá starfsfólki Reykjanesbæjar þar sem starfsemi og helstu verkefni samtakanna voru kynnt. Skemmtilegt samtal um ólíkar áskoranir eftir landshlutum sem felast m.a. í fjarlægðum frá höfuðborgarsvæðinu og nálægðinni við Keflavíkurflugvöll. Tækifæri á Norðurslóðum voru rædd og hvernig tækni gæti leyst ýmsar hindranir t.d. í menntun í dreifðum byggðum og heilbrigðis-og velferðarkerfinu.

Á myndinni eru frá vinstri, Hildur Halldórsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE, Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála hjá Reykjanesbæ, Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskipta- og atvinnuþróunar hjá Reykjanesbæ, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi hjá Reykjanesbæ og Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE.

 

 

Getum við bætt síðuna?