Fara í efni

SSNE auglýsir eftir verkefnastjóra

SSNE auglýsir eftir verkefnastjóra

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsir eftir verkefnisstjóra í verkefnið „Betri Bakkafjörður“. Verkefnið er hluti af verkefnum „Brothættra byggða“ og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, SSNE og Langanesbyggðar. Um 100% starf er að ræða.

Verkefnisstjóri í verkefnið „Betri Bakkafjörður“.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun er kostur.
  • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun.
  • Góð almenn rit- og tölvufærni.
  • Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni:

  • Fylgja eftir ákvörðunum verkefnisstjórnar.
  • Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum á svæðinu.
  • Miðlun upplýsinga og skýrslugerð til samstarfsaðila og íbúa.
  • Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu.
  • Önnur verkefni í samstarfi við sveitarfélagið samkvæmt samkomulagi.

Nánari upplýsingar um verkefnið Brothættar byggðir og verkefnið Betri Bakkafjörð má finna á heimasíðu Byggðastofnunar.

Verkefnið er tímabundið til loka árs 2023. Starfsstöð verkefnisstjóra er á Bakkafirði.

Nánari upplýsingar veitir Eyþór Björnsson, eythor@ssne.is. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á sama netfang merkt „Betri Bakkafjörður“.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2021.

Getum við bætt síðuna?