Fara í efni

Skráning hafin á Nýsköpunardaginn

Skráning hafin á Nýsköpunardaginn

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn í annað sinn 21. janúar næstkomandi en yfirskrift dagsins í ár er Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu: Lærdómar til framtíðar. Um fjarviðburð er að ræða sem hægt verður að fylgjast með í streymi milli klukkan 9 og 11:30. Skráning er hafin en þátttaka í deginum er ókeypis.

 

Hér getur þú skráð þig á Nýsköpunardag hins opinbera sem fer fram 21.01.21! SKRÁNING

Skráning stendur til 20. janúar. Þátttakendur fá senda slóð á viðburðinn degi fyrir viðburð.

Dagskráin fyrri hluta dags samanstendur af fræðslu og reynslusögum opinberra aðila en eftir hádegið er hver og einn vinnustaður hvattur til að skipuleggja nýsköpunardagskrá hjá sér ásamt því að Nýsköpunarmolar ólíkra stofnana verða í boði.

Viðburðurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á opinberri þjónustu og nýsköpun. Nýsköpunardagur hins opinbera er nú haldinn í annað sinn en að deginum standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Ísland.is og Ríkiskaup.

Dagskráin:

09.00 Dagurinn hefst. Kynnir dagsins er Þröstur Sigurðsson hjá Stafrænni Reykjavík.

 

Góð samvinna:

Hvernig höldum við því jákvæða sem síðustu mánuðir hafa kennt okkur? Lene Jeppesen, Miðstöð opinberrar nýsköpunar Danmörku.
Reynslusaga: Frá viðbragði til uppbyggingar fyrir viðkvæmustu hópana. Tryggvi Haraldsson, félagsmálaráðuneytinu, og María Kristjánsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Framúrskarandi þjónusta:

Hvert er hlutverk starfsmanna í stafrænum umbreytingum? Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafrænt Ísland.
Reynslusaga: Stafrænt heljarstökk heilsugæslunnar. Ingi Steinar Ingason, Embætti landlæknis, og Ragnheiður Erlendsdóttir, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

 

Öflugur mannauður:

Hið mannlega í síbreytilegu umhverfi. Aldís Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins.
Reynslusaga: Mannauðurinn á tímum áskorana. Regína Ásvaldssdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

 

 

10.40 Umræðuhópar á ZOOM um samvinnu, þjónustu og mannauð.

Getum við bætt síðuna?