Fara í efni

Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum

From milk and herring to contemporary art! Tvö kraftmikil dæmi frá landshlutanum á alþjóðlegri ráðst…
From milk and herring to contemporary art! Tvö kraftmikil dæmi frá landshlutanum á alþjóðlegri ráðstefnunni Skapandi greianr sem drifkraftur í landsbyggðunum

Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum

Föstudaginn 30. maí 2025 fór fram alþjóðleg ráðstefna í Eddu – húsi íslenskunnar í Reykjavík undir yfirskriftinni Skapandi greinar sem drifkraftur í landsbyggðum: Skörun menningar, sköpunarkrafts og frumkvöðlastarfs. Verkefnastjóri SSNE á sviði menningar og skapandi greina sótti ráðstefnunina sem skipulögð var af Rannsóknasetri skapandi greina á Íslandi í samstarfi við rannsóknarverkefnið IN SITU: Place-based Innovation of Cultural and Creative Industries in Non-urban Areas auk samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Á ráðstefnunni kom saman fjöldi fræðimanna, stefnumótenda, listamanna og frumkvöðla frá Íslandi og víðar að úr Evrópu til að fjalla um hvernig menning og skapandi greinar (e. CCIs) geti stuðlað að nýsköpun, sjálfbærni og samfélagslegri þróun í byggðum landsins. Sérstök áhersla verður lögð á hvernig skapandi starfsemi getur styrkt lífleg, sjálfbær og seig samfélög utan þéttbýlis, og hvernig frumkvöðlastarf og skapandi hugsun spila lykilhlutverk í þeirri þróun.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér og hér má hlýða á viðtal við  Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, fagstjóra skapandi greina við Háskólann á Bifröst og stjórnarformann Rannsóknaseturs skapandi greina, við Kristján Kristjánsson, stjórnanda útvarpsþáttarins Sprengisandur, um mikilvægi skapandi greina fyrir samfélags- og efnahagsþróun á landsbyggðinni.

  • Hvaða hlutverki gegna sköpun og menningararfur í nærhagkerfum?
  • Menning og sköpun eru ekki einungis til skrauts heldur lykilinnviðir samfélagsins 
Getum við bætt síðuna?