Fara í efni

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra- SSNE leita að verkefnastjóra

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra- SSNE leita að verkefnastjóra

Verkefnastjóri þarf að hafa til að bera eftirfarandi menntun og/eða hæfni

  • Menntun sem nýtist verkefninu s.s. viðskiptafræði, verkefnastjórnun o.s.frv.
  • Reynslu af verkefnastjórnun með mörgum hagaðilum
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góða íslenskukunnáttu og reynslu í að setja fram gögn í skýrslum
  • Góða excel kunnáttu
  • Framúrskarandi samskiptahæfileika.

Hlutverk SSNE er að þjónusta sveitarstjórnir og atvinnulíf á starfssvæði landshlutasamtakanna til að ná framangreindum markmiðum– með eftirfarandi hætti:

  • Innleiða og fylgja eftir sóknaráætlun og byggðaáætlun, þ.á.m. með úthlutun fjármuna og styrkja til einstakra verkefna, svo sem fyrir er mælt í lögum nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlun
  • Gæta hagsmuna aðildarsveitarfélaganna utan starfssvæðisins
  • Vinna að málum sem eru aðildarsveitarfélögunum sameiginleg innan starfssvæðisins
  • Stuðla að öflugu atvinnusvæði til framtíðar með stuðningi við nýsköpun og atvinnuþróun, mótun svæðisskipulags og hagsmunagæslu þar að lútandi
  • Annast greiningar, þekkingaröflun og þekkingarmiðlun sem nýtast hlutverki SSNE

Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2020. Umsóknir skal senda á ssne@ssne.is. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Silju í síma 8661775/netfang silja@ssne.is og Nönnu Steinu í síma 4649982/netfang nanna@ssne.is.

Getum við bætt síðuna?