Fara í efni

Rúmlega 73 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða úthlutað til verkefna á Norðurlandi eystra

Rúmlega 73 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða úthlutað til verkefna á Norðurlandi eystra

28 verkefni hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal í síðustu viku. Veittir voru styrkir til sex verkefna á Norðurlandi eystra.

Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Heimilt er að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja.

20 af 28 verkefnum skilgreind á áfangastaðaáætlun

„Verkefnin sem hljóta styrk í ár snúa að fjölbreyttri uppbyggingu um land allt. Það er sérstaklega ánægjulegt að 20 af 28 verkefnum sem hljóta styrk eru skilgreind á áfangastaðaáætlun innan síns svæðis,“ segir ráðherra.

Þau verkefni á Norðurlandi eystra sem hlutu styrk voru eftirfarandi:

27 m. kr. Hrísey - greið leið um fornar slóðir
21 m. kr. Yltjörn – Bætt aðgengi
10,2 m. kr Stikun og merkingar á gönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
6,8 m. kr. Grímsey – bætt upplifun og öryggi
6 m. kr. Gengið úr leirnum
2,8 m. kr. Gönguleið að Selvíkurvita og rústum Evangers

Kortasjá með ítarupplýsingum um verkefnin má finna hér

Getum við bætt síðuna?