Fara í efni

Rebekka Kristín Garðarsdóttir ráðin í starf verkefnastjóra

Rebekka Kristín Garðarsdóttir
Rebekka Kristín Garðarsdóttir

Rebekka Kristín Garðarsdóttir ráðin í starf verkefnastjóra

Rebekka Kristín er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa alþjóðlegt IATA-UFTAA próf í ferðamálafræði. Rebekka hefur starfað við umfangsmikla verkefnastjórnun, stjórnun og rekstur um 18 ára skeið. Rebekka hefur verið í leiðandi hlutverki í störfum sínum og hluti af verkefnum hennar hafa verið stofnun, uppsetning og rekstur fyrirtækis, uppsetning starfsstöðva, sókn á nýja markaði, fyrirtækjaráðgjöf, viðburðastjórnun, nýsköpun og daglegur rekstur og stjórnun. Hún hefur því yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á öllum þessum sviðum. Rebekka hefur haft atvinnu af tengslamyndun og eftir langa dvöl erlendis er Rebekka með afburðagóða hæfni í ensku og góðan skilning á fjölbreytileika mannlífsins.

Alls sóttu 75 einstaklingar um stöðu verkefnastjóra. 

Getum við bætt síðuna?