Fara í efni

Pokasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Pokasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Pokasjóður, sem áður hét Umhverfissjóður verslunarinnar úthlutar styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill. Má þar nefna verkefni eins og umhverfismál, menningarmál, listir, íþróttir og mannúðarmál.

Pokasjóður hefur úthlutað samtals 3 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Stærstu styrkþegar frá upphafi eru þessir:

  • Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar 115.000.000 kr.
  • Skógræktarfélögin 94.000.000 kr.
  • Landspítalinn 89.000.000 kr.
  • Hafnarskógur 44.500.000 kr.
  • Húsgull 43.000.000 kr.
  • Landsbjörg 40.000.000 kr.
  • Vímulaus æska 39.000.000 kr.
  • Ferðafélag Íslands 30.000.000 kr.
  • Landgræðslufélag Biskupstungna 26.000.000 kr.

 

Leiðbeiningar vegna umsókna í Pokasjóð 2021

Aðeins er tekið við umsóknum með rafrænum hætti, þ.e. sem fylltar eru út hér á heimasíðu sjóðsins.

Við mælum með að umsóknin sé prentuð út ÁÐUR en hún er send.

Öllum umsóknum er svarað með tölvupósti, þ.e. á það póstfang sem umsóknin var send frá. Gera má ráð fyrir því að svar berist í maí lok.

Eins og fram kemur á heimasíðu sjóðsins er einkum horft til tveggja sviða þegar kemur að úthlutunum úr sjóðnum:

  • Umhverfismál

  • Útivist

    Pokasjóður hefur áður auglýst eftir umsóknum og með tímanum hafa þróast vinnureglur við yfirferð og val á verkefnum til að styrkja. Eftirfarandi almenn atriði hafa verið höfð til viðmiðunar:
  • Markmið með verkefnum þurfa að vera skýr og von um árangur.

  • Verkefnin þurfa að koma að gagni á Íslandi.

  • Verkefnin þurfa að koma almenningi eða sem flestum til góða.

  • Auki þekkingu og virðingu manna á náttúru og umhverfi.

  • Bæti aðgengi almennings að íslenskri náttúru.

Öllum er frjálst að senda inn umsókn til Pokasjóðs en rétt er að benda á að reynslan hefur kennt okkur eftirfarandi:

  • Aðilar sem sækja um og hagnast á verkefninu hafa ekki hlotið styrki. Má þar nefna verkefni eins og húsbyggingar, fegrun á nánasta umhverfi, golfvellir o.s.frv.

  • Verkefni eiga helst að vera á vegum opinna félagasamtaka en síður á vegum félaga eða klúbba með takmarkaðan aðgang almennings eða á vegum opinberra aðila (ríkisstofnana, sveitarfélaga eða félaga á þeirra vegum).

  • Utanlandsferðir og atburðir erlendis eru almennt ekki styrkt.

  • Pokasjóður hefur almennt ekki veitt námsstyrki.

 

Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2021.

Með umsókn skal fylgja ítarleg lýsing á verkefninu, framkvæmdaáætlun, kostnaðaráætlun og hvernig fjárstyrknum verður varið ef til úthlutunar kemur. Eins þarf að koma fram tímaáætlun, hvenær verkefnið hófst og hvenær því lýkur.

Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar að neðan vegna umsóknar. Einnig má hlaða niður leiðbeiningum á Word formi.

 

Sæktu um í pokasjóð hér.

 

Getum við bætt síðuna?