Fara í efni

Opnun STÉTTARINNAR, ný starfsstöð SSNE á Húsavík – Verið velkomin!

Opnun STÉTTARINNAR, ný starfsstöð SSNE á Húsavík – Verið velkomin!

Föstudaginn 9. desember mun Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opna með formlegum hætti nýja aðstöðu þekkingarklasans á Hafnarstétt 1-3 á Húsavík undir heitinu STÉTTIN.
 
Húsnæðið er í eigu Langaness ehf, sem hefur staðið straum af vönduðum endurbótum og viðbyggingu. Í tilefni þess að húseigendur munu nú afhenda síðasta hluta hins endurbætta húsnæðis til stofnana á sviði rannsókna, menntunar og nýsköpunar viljum við bjóða ykkur öllum að koma og gleðjast með okkur þennan föstudag á aðventunni og skoða ykkur um.
 
Forseti Íslands verður með ávarp kl. 16:15 í miðrými hússins og fulltrúar húseigenda og íbúa hússins kynna aðstöðuna stuttlega. Þá mun Valdimar Guðmundsson syngja nokkur lög með hljómsveit sinni LÓN og söngkonunni RAKEL og gefa okkur smjörþefinn af tónleikum þeirra sem verða í Húsavíkurkirkju um kvöldið.
 
Í kjölfarið verður opið hús þar sem starfsfólk mun sitja fyrir svörum og sýna gestum aðstöðuna og starfsemina sem fram fer.
 
Nánari upplýsingar má finna hér og öll eruð þið velkomin.


Til að gefa smá mynd af gróskunni sem finna má í húsinu, nefnum við hér nokkra aðila/fyrirtæki sem eru með starfsstöð eða -aðstöðu á Stéttinni:
Hraðið miðstöð nýsköpunar, AviLabs, Össur, GD lausnir, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík / Húsavík Research Centre, Heilbrigðiseftirlit NA, Náttúrustofa Norðausturlands / North East Iceland Nature Research Centre, Arctic Coast, Háskóli Íslands, Þekkingarnet Þingeyinga, Finance FA/laxar, STEM Húsavík, Five Degrees, Hugsmiðjan, Fab Lab Húsavík, Húsavík Whale Museum, Byggðastofnun.

Getum við bætt síðuna?