Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Markaðsstyrkur

Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð - Markaðsstyrkur

Tækniþróunarsjóður býður upp á fimm flokka fyrirtækjastyrkja; Fræ, Sprota, Vöxt, Sprett og Markaðsstyrki. Hver styrkur er sniðinn að mismunandi þróunarstigi verkefna. Þó styrktarflokkar séu settir upp á þann hátt að styðja verkefni á mismunandi þróunarstigi þess er umsækjendum heimilt að sækja um í hvaða flokk sem er óháð því hvort fyrirtækið hafi áður hlotið styrk úr Tækniþróunarsjóði. 

Opið er fyrir umsóknir í styrktarflokknum Markaðsstyrkur og er umsóknarfrestur til 15. mars 2022, kl 15:00

Fyrir hverja?
Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.

Til hvers?
Hægt er að sækja um styrk vegna sérstaks markaðsátaks en einnig uppbyggingu innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markaði.

Hámarksstyrkur: Styrkur getur numið allt að 10 m.kr.
Mótframlag: Að lágmarki 50% af heildarkostnaði við verkefnið.
Hámarks lengd verkefnis: 1 ár

Skil á umsókn: Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 á lokadegi umsóknarfrests. Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís. Skila skal inn að lágmarki eftirfarandi fylgigögnum með rafrænni skráningu umsóknar

Vefsíða Tækniþróunarsjóðs.

Getum við bætt síðuna?