Fara í efni

Opið fyrir skráningar í vinnustofu í styrkjaumsóknum hjá Drift EA

Opið fyrir skráningar í vinnustofu í styrkjaumsóknum hjá Drift EA

María Dís Ólafsdóttir, frumkvöðull og eigandi nýsköpunarfyrirtækisins Nanna lín, mun stýra hagnýtri vinnustofu á vegum Styrkjasveitar Driftar EA þann 20. ágúst nk. Vinnustofan fer fram í húsnæði Driftar við Ráðhústorg á Akureyri og er fyrir þau sem vilja ná árangri í styrkjaumsóknum, frumkvöðla, eiganda fyrirtækis yngra en 5 ára og/eða sem starfa við rannsóknir og þróun. Á vinnustofunni verður boðið upp á aðstoð við að vinna í eigin styrkjaumsókn og lítur dagskráin þannig út: 

 • 13:00 - 13:15: Yfirferð á styrkjum, gagnlegum vefsíðum og mikilvægum ráðleggingum. Við förum yfir hugtök eins og de minimis, samþykktan kostnað og hvernig best er að sækja um styrki fyrir mismunandi hluta verkefnisins þíns. Fáðu líka svör við spurningum um mótframlag, „overhead“ og leyfilegar afskriftir.

13:15 - 15:45: Vinnuþjálfun – Hér færðu tækifæri til að vinna að þinni eigin umsókn með aðstoð sérfræðinga Styrkjasveitar Driftar.

15:45 - 16:00: Lok dagskrár og kynning á framhaldsvinnustofum Styrkjasveitarinnar.

Þátttökugjald í vinnustofunni er 12.900 kr. og eingöngu er pláss fyrir 10 fyrirtæki á vinnustofunni. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér


Getum við bætt síðuna?