Fara í efni

Norðurslóðanetið kynnir fólkið í norðurslóðamálum

Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands
Ljósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Norðurslóðanetið kynnir fólkið í norðurslóðamálum

Málefni norðurslóða eru sífellt mikilvægari á alþjóðlegum vettvangi og virðist ekkert lát þar á. Hér á landi eru fjölmargar stofnanir og fyrirtæki sem starfa í þágu norðurslóða, en Akureyri er miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. En hvað gera þessar stofnanir í raun og hverjir starfa þar?

Norðurslóðanet Íslands stendur fyrir áhugaverðum og skemmtilegum kynningum á einstaklingum innan þessara stofnana og starfsemi þeirra. Þar á meðal eru PAME, IASC, CAFF, Norðurslóðanet og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, sem allar eru staðsettar í Borgum á svæði Háskólans á Akureyri. Einnig er fjallað um þátttöku Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar í norðurslóðamálum og fleira.

Um er að ræða áhugaverða einstaklinga í fjölbreyttum störfum, fólk sem er menntað í norðurslóðafræðum og einnig einstaklinga sem að leiddust óvænt inn á þessa braut. Allir þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að brenna fyrir málefnum norðurslóða.

Kynningarverkefnið er einn áfangi í áhersluverkefni Norðurslóðanetsins fyrir SSNE.

Hægt er að fylgjast með kynningunum á Facebook síðu Norðurslóðanetsins en einnig birtast viðtöl við einstaklinga innan norðurslóðamála á Íslandi á vef Norðurslóðanets.

 

 

Getum við bætt síðuna?