Fara í efni

Nordregio Forum 2021 – Áhrif fjarvinnu á byggðaþróun og græna umbreytingin

Nordregio Forum 2021 – Áhrif fjarvinnu á byggðaþróun og græna umbreytingin

Áhrif fjarvinnu á byggðaþróun og græn umbreyting eru aðalmálefnin á dagskrá árlegrar ráðstefnu norrænu byggðastofnunarinnar, Nordregio, sem verður haldinn á netinu 23.-24. nóvember nk.

Yfirskrift og málefni Nordregio Forum 2021 er sannarlega aðkallandi og mikilvæg fyrir íslensk sveitarfélög og því er sveitarstjórnarfólk hvatt til að nýta tækifærið og skrá sig til þátttöku.


Fyrri málstofan um áhrif fjarvinnu á byggðaþróun fer fram þann 23. nóvember frá kl 13:00-15:15.

Í kynningu kemur fram að við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika eftir Covid þar sem það hefur verið sannreynt að fólk getur unnið í fjarvinnu frá ýmsum stöðum. Hvaða tækifæri býður þetta upp á fyrir dreifbýli og þéttbýli? Hvernig geta ríkisstjórnir og sveitarfélög stutt við þessa þróun?


Í málstofunni um græna umbreytingu sem fer fram 24. nóvember frá kl 13:00-15:15, verða rædd áhrif þessara umbreytinga á sveitarfélög og svæði og hvernig hægt sé að leiða samfélög í gegnum sanngjarna græna umbreytingu. Rætt verður m.a. hvernig smáborginni Lahti í Finnlandi tókst að öðlast viðurkenningu ESB sem græn höfuðborg Evrópu 2021 og farið yfir spurningar eins og hvers vegna græn umbreyting er mikilvæg og hvernig hægt er að vinna að markvissum svæðisbundnum loftslagsstefnum.

 

 

Getum við bætt síðuna?