Fara í efni

Heimskautsgerðið á vef NASA

Mynd: Jennifer Franklin
Mynd: Jennifer Franklin

Heimskautsgerðið á vef NASA

Stjörnuáhugafólk um allan heim sem opnar vef NASA í dag ætti ekki að verða fyrir vonbrigðum með mynd dagsins. Myndin er tekin aðfaranótt 12. september sl. af ljósmyndaranum Jennifer Franklin, sem fangaði samspil norðurljósanna, vígahnattarins og Heimskautsgerðisins við Raufarhöfn. 

Fjöldi ferðamanna gerir sér ferð á Raufarhöfn árlega til að bera listaverkið augum, sem er einkar tilkomumikið þrátt fyrir að vera enn óklárað. Verkið er sprottið upp úr vangaveltum Erlings Thoroddsen um hvernig hægt sé að virkja endalausa víðáttu, þar sem ekkert skyggir á sjóndeildarhringinn, heimskautsbirtuna og miðnætursólina. Ekki er víst að Erlingur hafi séð fyrir sér vígahnött fyrir ofan Heimskautsgerðið í hugmyndavinnu sinni, en fyrirbærið er nokkuð sjaldgæft.

Heimskautsgerðið hefur hlotið styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. 

Getum við bætt síðuna?