Fara í efni

Málefni norðurslóða rædd við fulltrúa Utanríkisráðuneytisins

Málefni norðurslóða rædd við fulltrúa Utanríkisráðuneytisins

SSNE fékk góða gesti í gær frá Utanríkisráðuneytinu, þegar Einar Gunnarsson sendiherra og fyrrverandi fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautráðsins í formannstíð Íslands (2019-2021), Pétur Ásgeirsson nýr fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins, Sólrún Svandal, sérfræðingur í málefnum Norðurslóða og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri komu til að ræða málefni Norðurslóða.

Eitt af  áhersluverkefnum SSNE er Norðurslóðamiðstöð Íslands þar sem meginmarkmiðið er að Akureyri verið formlega viðurkennd Norðurslóðasmiðstöð Íslands, auk enn frekar vægi Akureyrar í málefnum Norðurslóða á Íslandi (Arctic Akureyri), auka samvinnu sveitarfélaga á Norðurlandi í málefnum Norðurslóða og auka stuðning við rannsóknasamvinnu á Norðausturlandi vegna umsókna í stóra samkeppnissjóði.

Síðar sama dag fór fram undirritun á samstarfssamningi milli Norðurslóðanets Íslands og Utanríkisráðuneytisins. Við það tækifæri sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra að áframhaldandi samtarf við Norðurslóðanetið væri mikið fagnaðarefni. „Á Akureyri hefur byggst upp sterkur norðurslóðaklasi. Við væntum þess að Norðurslóðanetið leiði þróun hans áfram í samræmi við nýja norðurslóðastefnu sem Alþingi samþykkti í vor. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir hve þróttmikil starfsemin er hér undir einu þaki með Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, skrifstofur tveggja af vinnuhópum Norðurskautsráðsins, skrifstofu Alþjóða Norðurslóðavísindanefndarinnar (IASC) og Háskólann á Akureyri í broddi fylkingar. Við Íslendingar erum öll norðurslóðabúar en Akureyringar og Norðlendingar eru fremst meðal jafningja í þessum málaflokki.“

Getum við bætt síðuna?