Fara í efni

LOFTUM námskeið með Rafni Helgasyni um loftslagsmál

LOFTUM námskeið með Rafni Helgasyni um loftslagsmál

Rafn Helgason, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, mun halda námskeið  sem sérstaklega er miðað að kjörnum fulltrúum sveitarfélaga og starfsfólki sem fæst við umhverfis- og skipulagsmál. Námskeiðið er hluti af LOFTUM, áhersluverkefni SSNE, sem unnið er af SÍMEY og Þekkingarneti Þingeyinga og er sveitarfélögum að kostnaðarlausu að senda sitt fólk á það. Námskeiði fer fram á fimmtudaginn, 9. nóvember kl. 11:00-11:45 í gegnum Zoom. 

Á námskeiðinu mun Rafn fara á skarpan og skýran hátt yfir skuldbindingar og markmið Íslands í loftslagsmálum, hvar helstu áherslumál sveitarfélaga gætu legið í þeim efnum og helstu hugtök og áherslumál sem snerta losunarbókhald.

Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum heimasíður Þekkingarnets Þingeyinga og heimasíðu SÍMEY.

Getum við bætt síðuna?