Fara í efni

Lóan er komin!

Lóan er komin!

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 27 verkefni styrk alls fyrir tæplega 139 milljónir króna.

Alls bárust 89 umsóknir á fjölbreyttum sviðum, frá nýskapandi verkefnum með sjálfbærni og fullnýtingu afurða að leiðarljósi til uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir og þróun og innleiðingu nýrra aðferða og verkfæra fyrir nýsköpunarumhverfið.

Sex styrkir koma til Norðurlands eystra:

  • Orkey ehf. með styrk upp á 4.840.000 kr. í verkefni sem heitir, Nýsköpun í framleiðslu græns eldsneytis og efnavöru.
  • QC ehf. með styrk upp á 4.900.000 kr. í verkefni sem heitir Quality Console.
  • iTrack ehf. með styrk upp á 5.100.00 kr. í verkefni sem heitir LifeTrack heilsu smáforritið.
  • Hraðið - miðstöð nýsköpunar með styrk upp á 2.940.000 kr. í verkefni sem heitir HönnunarÞing & Hugmyndahraðhlaup á Húsavík.
  • Langanesbyggð & Kistan með styrk upp á 1.500.000 kr. í verkefni sem heitir Öngullinn og auðurinn - nýsköpun á grunni veiðiþjónustu.
  • DriftEA með styrk upp á 10.000.000 kr. í verkefni sem heitir Kveikjum nýsköpunarneistann.

Við óskum öllum til hamingju með styrkina, en nánari upplýsingar má finna hér

Getum við bætt síðuna?