Fara í efni

Kallað eftir tilnefningum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Kallað eftir tilnefningum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Norðurlandaráð auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022 og er þema verðlaunanna í ár Náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrirtæki eða samtökum á Norðurlöndum, sem hafa samþætt náttúru- og umhverfisvitund starfi sínu, eða einstaklingi sem hefur unnið mikilsvert starf í þágu náttúru og umhverfis.

Allir geta sent inn tilnefningar, en frestur til að skila þeim er til 10. maí næstkomandi. Hægt er að tilnefna norræna einstaklinga, fyrirtæki eða samtök sem starfa á Norðurlöndum eða eru í samstarfi við aðila utan Norðurlanda. Verkefnin þurfa jafnframt að hafa tengingu við Norðurlönd.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs vekja athygli á og styðja við áhrifaríkt framtak umhverfinu til góða. Verðlaunaféð er 300.000 danskar krónur.

Hægt er að senda inn tillögur um verðlaunahafa með því að fylla út þar til gert eyðublað.

Sendið inn tillögur að tilnefningum til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Frétt Norðurlandaráðs þar sem óskað er eftir tilnefningum

Getum við bætt síðuna?