Fara í efni

Íbúakönnun á Íslandi

Íbúakönnun á Íslandi

Landshlutasamtök sveitarfélaga standa sameiginlega að íbúakönnun á Íslandi. Könnunin tekur til þátta varðandi almenna velferð íbúa, ánægju þeirra og framtíðaráform, vinnumarkað og búsetuskilyrði. Er hún hugsuð sem mikilvægt greiningartæki fyrir sveitarstjórnarfólk og aðra sem sinna byggðamálefnum.

Þeir sem lenda í úrtaki munu fá tölvupóst föstudaginn 28. ágúst þar sem óskað er eftir þátttöku þeirra. SSNE hvetur alla þá sem lenda í úrtaki að svara spurningakönnuninni til að niðurstöðurnar verði sem marktækastar – hvert svar hefur mikla þýðingu.

Þetta er í fyrsta sinn sem könnunin nær til landsins alls, en samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa um árabil gert könnun á sínu svæði og undanfarin ár hafa fleiri landshlutasamtök tekið þátt. 

Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV leiðir þessa vinnu í samráði við landshlutasamtökin, en hann hefur einnig staðið fyrir fyrirtækjakönnun á Vesturlandi um árabil sem einnig hefur verið útvíkkuð til annarra landshluta, og tók Norðurland eystra þátt í henni 2018. Stefnt er að því að báðar þessar kannanir verði framkvæmdar reglulega, en með því fást mikilvægar upplýsingar um breytingar.

Hér má  glugga í fyrri kannanir sem vísað er til:

Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2019

Íbúakönnun á Íslandi 2016

Getum við bætt síðuna?