Fara í efni

Hugmyndasamkeppni lokið – vinningshafar!

Hugmyndasamkeppni lokið – vinningshafar!

Takk fyrir þátttökuna í hugmyndaþorpi Norðurlands og að sameinast í að takast á við áskoranir tengdar fullvinnslu afurða! Margar skemmtilegar og áhugaverðar hugmyndir urðu til í þorpinu og ýmislegt sem hægt er að skoða betur. Þorpið er enn opið þó að hugmyndasamkeppninni sé lokið og við hvetjum fólk til að kíkja þar inn og skimast um.

Dómnefndin, Hildur Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Pure Natura, Jón Garðar Steingrímsson framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Genís og Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps settust niður og fóru yfir þær hugmyndir sem bárust og vinningshafi er fundinn. Það er hún Dagný Guðmundsdóttir sem kom fram með hugmyndina um að nýta betur nautsskrokka og þá sérstaklega innmatinn. Hún er með hugmynd um að setja það fram í neysluvænar einingar og nýta þannig betur skrokkinn. Við óskum henni innilega til hamingju og hún vinnur upplifun á Húsavík sem samanstendur af hvalaskoðun hjá Gentle Giants, gistingu á Cape hotel og út að borða á Sölku veitingastað. Einnig munum starfsfólk SSNE og SSNV bjóða upp á frekari aðstoð við þróun á hugmyndinni.

Vinsælasta hugmyndin fær einnig vinning og er það hugmyndin sem fékk flest viðbrögð í hvaða formi sem er og það er hugmyndin um að nýta sorp til dýraeldis. Þá hugmynd átti Þórhallur Bjarnason. Virkasti þátttakandinn fær svo út að borða hjá Retro Mathús og það var Rögnvaldur Helgason.

Til lukku öll saman og aftur þakkir fyrir að mæta í þorpið og vera með.

Getum við bætt síðuna?