Hörgársveit tekur sitt fyrsta Græna skref
Hörgársveit tekur sitt fyrsta Græna skref
Grænum skrefum hjá SSNE heldur áfram að fjölga og í gær tók Hörgársveit við viðurkenningu fyrir að hafa stigið sitt fyrsta Græna skref af fimm.
Skrifstofa Hörgársveitar hóf markvisst átak í innleiðingu Grænu skrefanna á haustmánuðum og lauk formlega fyrsta skrefinu í desember 2025. Í gær fór verkefnastjóri SSNE í heimsókn til Hörgársveitar, afhenti viðurkenningarskjal fyrir fyrsta skrefið og fór jafnframt yfir kröfur og viðmið næsta skrefs með starfsfólki.
Innleiðingin hefur gengið afar vel og er Hörgársveit þegar langt komin með að uppfylla kröfur fyrir næsta Græna skref. Ljóst er að gott skipulag, samvinna starfsfólks og skýr markmið hafa skilað sér í öflugri og markvissri vinnu við að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.
Verkefnastjóri SSNE þakkar fyrir afar góðar móttökur og ánægjulegar samræður og óskar Hörgársveit innilega til hamingju með fyrsta Græna skrefið og velfarnaðar í áframhaldandi innleiðingu Grænu skrefanna.