Fara í efni

Hönnun - Matur - Nýsköpun

Uppskeruhátíð skapandi greina þar sem hönnun og nýsköpun mætast á nýstárlegan hátt hjúpuð mat á Hús…
Uppskeruhátíð skapandi greina þar sem hönnun og nýsköpun mætast á nýstárlegan hátt hjúpuð mat á Húsavík!

Hönnun - Matur - Nýsköpun

Velkomin á HönnunarÞing // DesignThing, uppskeruhátíð skapandi greina þar sem hönnun og nýsköpun mætast á nýstárlegan hátt hjúpuð mat!
 
Hátíðin fer fram á Stéttinni dagana 26. – 27. september, hægt er að njóta einstakra dagskrárliða eða allra. Nánari upplýsingar má finna hér.
 
Í ár er áherslan á mat og margvíslega snerfifleti hönnunar og matargerðar. Þetta verður skemmtilegt, fróðlegt, gagnlegt og bragðgott. Á hátíðinni verður fjölbreytt sýn hönnuða, frumkvöðla og matreiðslufólks sameinuð og gestum boðið að kanna hvernig form, bragð og framtíðarsýn blandast saman í einstaka upplifun. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Íslands, Logi Einarsson, mun heiðra samkomuna en hann hefur mikla innsýn í heim skapandi greina þar sem hluti af hans reynslu felst í arkitektúr, dansi og textaskrifum. 
 
Á dagskránni eru meðal annars erindi frá frumkvöðlum og hönnuðum, sýningar, súkkulaðiframleiðendur, grásleppumeistarar, náttúruvíngúru, ostasérfræðingur, samfélagsgróðurhús, skordýraprótein, rithöfundar, umbúðahönnuðir, aðilar frá LHÍ, sniglarækt, dans, sjóböð, stórkostlegt tónlistarfólk og margt fleira. Fjölbreyttir þræðir skapandi huga sem búið er að spinna saman í vef HönnunarÞings 2025 á Húsavík.

Verið velkomin í innblástur, nýsköpun og sköpunargleði með okkur!

📍 HönnunarÞing á Húsavík, 26. og 27. september
🍋 Kitlaðu bragðlaukana og fylgstu með hér: https://fb.me/e/3mDRSnN0d
🕒 Hátíðin hefst kl. 10:00 á föstudegi og lýkur með tónleikum í Sjóböðunum kl. 23:00 á laugardegi
💰 Enginn aðgangseyrir en hugmyndaskipti eru magnaður gjaldeyrir
🔥 Yfirlit yfir alla spennandi dagskrárliðina: https://www.hradid.is/designthing
 
 

Smelltu hér til að fá viðburðinn í dagatalið þitt.

Að hátíðinni stendur Hraðið miðstöð nýsköpunar á Húsavík með vöruhönnuðinn Stefán Pétur Sólveigarson í fararbroddi. SSNE er samstarfsaðili og fagnar framtakinu og leggur sitt af mörkum til að vekja athygli á atvinnulífi á sviði nýsköpunar og skapandi greina. Með viðburðinum er meðal annars leitast við að opna augu fólks fyrir möguleikum þess að vinna að hönnun og öðrum skapandi greinum um allt land.

Getum við bætt síðuna?