Fara í efni

Hólasandslína 3

Hólasandslína 3

23. júní fór verkefnaráð Hólasandslínu 3 í vettvangsferð á slóðir línunnar. Nú hillir undir lok verksins og gaman að sjá möstrin rísa á Hólasandi. Ennþá er stefnt að spennusetningu línunnar í lok árs og óhætt að segja að það sé góður gangur í verkefninu.

Framkvæmdin sem hér um ræðir felst í nýbyggingu 220 kV raflínu, Hólsandslínu 3 frá Akureyri að Hólasandi. Markmið framkvæmdarinnar er bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi.

Línuleiðin er innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

 

Getum við bætt síðuna?